Hjá Dojo Software viljum við auka lífsgæði sjúklinga og heilbrigðisstarfsfólks.
Therapy er rafrænt lyfjaumsýslukerfi sem hefur hjálpað sjúkrahúsum við að halda utan um lyfjanotkun í nærri 20 ár.

Therapy styður samþættingu við ýmsar rafrænar sjúkraskrár, t.d. Sögu, sem og ýmis lagerkerfi apóteka og er einn af hornsteinum í nútíma sjúkrahúsþjónustu. Það hefur verið notað í 6 Evrópulöndum og hin fjölbreytta útfærsla þeirra hefur spilað stórt hlutverk í að byggja upp okkar öfluga hugbúnað sem hentar stórum jafnt sem smáum.

Notendur Therapy geta unnið með lyf sjúklings við innlögn, allt frá komu til útskriftar sem og ferlisjúklinga. Markmið okkar eru einföld: Auka sjúklingaöryggi, draga úr lyfjamistökum og setja réttu tækin í hendurnar á starfsfólkinu til að þau geti unnið sína vinnu á eins skilvirkan hátt og hægt er.

Starfsmenn Dojo hafa unnið með Therapy í nærri 20 ár og hlakka til að vinna áfram í náinni samvinnu við núverandi og nýja viðskiptavini.